Ekki hefur áður tekist að skrásetja far hnúfubaks í Norður Atlantshafi í svo langan tíma
Ljósmynd: Aðsend mynd
Deila
Hnúfubakur
sem merktur var með gervitunglasendi við Hrísey þann 10. nóvember 2014 er nú, 110 dögum síðar staddur í Karíbahafi, að því er fram kemur á vef Hafrannsóknastofnunar.
Upplýsingar hafa borist um ferðir hvalsins daglega og hefur ekki áður tekist að skrásetja far hnúfubaks í Norður Atlantshafi í svo langan tíma og af svo mikilli nákvæmni. Fram að þessu var lengsti endingartími hvalamerkis hér við land 101 dagur, en það merki sendi slitróttar upplýsingar um ferðir hrefnu frá Íslandi til vesturstrandar Afríku á tímabilinu 27. ágúst- 5. desember 2004
sjá: slóðina
.