Evrópsk sjávarútvegsfyrirtæki gagnrýna framkvæmd rannsóknarinnar.Rannsóknin var byggð á gögnum um staðsetningu skipa, sem aðgengileg eru hverjum sem er á netinu. Þegar staðsetning meira en 70 þúsund skipa á árabilinu 2012 til 2016 sást að þau höfðu verið að veiðum á svæði sem jafngildir meira en helmingnum af yfirborði heimshafanna.
Europeche, heildarsamtök sjávarútvegsfyrirtækja í löndum Evrópusambandsins, segja þetta ekki standast nánari skoðun.
Strax og greinin kom út gagnrýndu Eurupeche útreikningana og sögðu niðurstöðurnar ofmeta mjög stærð þeirra svæða sem fiskveiðar eru stundaðar á.
Nú í vikunni birtu Europeche niðurstöður annarrar rannsóknar, sem gerð var af vísindamönnum við sjávarútvegsdeild Washington-háskóla í Bandaríkjunum. Þeir komust að allt annarri niðurstöðu: Þau svæði í heimshöfunum sem fiskveiðar eru stundaðar á reyndust ekki vera nema rétt innan við fjögur prósent af heildaryfirborði hafsins á jörðunni, í staðinn fyrir 55 prósent.
Skýringuna á þessu misræmi segja þeir fólgna í því að fyrri rannsóknin hafi skipt hafinu upp í reiti. Ef fiskveiðar höfðu verið stundaðar á tilteknum reit, þá var sá reitur allur orðinn partur af því heildarsvæði sem taldist undirlagt af fiskveiðum.
Mistökin voru þau að reitirnir voru alltof stórir, eða 3.100 ferkílómetrar að stærð hver. Þótt fiskveiðar hafi verið stundaðar einhvers staðar á tilteknum reit fór því fjarri að fiskveiðar hafi verið náð yfir allan reitinn.
Seinni rannsókn gekk því út á það að minnka reitina og um leið fjölga þeim. Nú voru þeir 1,23 ferkílómetrar að stærð, þannig að þegar ferðir skipanna voru merktar inn á reitina varð útkoman miklu nær því að gefa raunverulega mynd af umfangi veiðanna.