Í ræðu sinni á aðalfundi LÍÚ í dag átaldi Adolf Guðmundsson formaður samtakanna þingmenn stjórnarflokkanna og ráðherra í ríkisstjórn Íslands fyrir að fara með fullyrðingar um sjávarútveginn sem ættu ekki við nein rök að styðjast.
,,Fyrir mánuði sagði forsætisráðherra í Kastljósi að uppundir helming veðsetningar vegna sjávarútvegsfyrirtækja í bönkunum mætti rekja til þess sem hún nefndi „óskylda starfsemi.“ Við höfum tvívegis kallað eftir svörum frá forsætisráðherra, óskað eftir útskýringum á þessum ummælum og beðið um gögn sem liggja þar að baki. Það kemur eflaust mörgum á óvart að ekkert svar hefur enn borist,” sagði Adolf.
Og hann hélt áfram: ,,Við getum svo velt því fyrir okkur hvort rekja megi allt að helming skulda sjávarútvegsins til fjárfestinga í „óskyldri starfsemi“ eins og það hefur verið orðað. Svarið er auðvitað nei.
Ef við gefum okkur þær forsendur að undir „óskylda starfsemi“ falli allar fjárfestingar aðrar en þær, sem ætlaðar til reglulegrar starfssemi og í aflaheimildum, má með einbeittum vilja toga þetta hlutfall upp í um 11% þegar það reist hæst árið 2007.
Við hvern skyldi forsætisráðherrann hafa talað og hlustað á?” sagði formaður IÚ.