Útflutningsverðmæti sjávarafurða í fyrra var um 293 milljarðar króna, miðað við þessar tölur. Það er rúmlega átta prósent aukning í krónum talið frá árinu 2020. Að teknu tilliti til gengisbreytinga er aukningin rúmlega 11%. Á þann kvarða hefur útflutningsverðmæti sjávarafurða frá Íslandi ekki verið meira á einu ári og í fyrra á þessari öld, að því segir í samantekt Radarsins.

„Það er engum blöðum um það að fletta að ofangreinda aukningu í útflutningsverðmæti sjávarafurða á milli ára má að langstærstum hluta rekja til loðnunnar. Og það er alveg óhætt að segja að sjávarútvegsfyrirtækjum tókst vel að hámarka verðmæti úr takmörkuðum afla.“

Ferskt 30%

Útflutningsverðmæti ferskra afurða nam 86,6 milljörðum króna á árinu 2021 og hefur aldrei verið meiri. Ferskar afurðir voru um 30% af útflutningsverðmæti sjávarafurða alls á árinu 2021, sem er sama og hlutdeild þeirra var á árinu 2020.

Útflutningsverðmæti á frystum flökum jókst um rúm 5% á milli ára og var um 71,8 milljarðar króna og lýsis nam 31,4 milljörðum króna á árinu 2021 og stóð nánast í stað á milli ára.