Vísindamenn, sem voru við rannsóknir á Vestur-Grænlandi í fyrrasumar á skonnortunni Activ, reyndu nýtt loftfar sem auðveldaði þeim að komast að lítt aðgengilegum stöðum við ströndina og jökulröndina. Um var að ræða fljúgandi gúmmíbát sem plássi fyrir einn mann um borð. Þetta er miklu ódýrari kostur en að leigja þyrlu til sömu starfa sem kostar 600 þúsund íslenskar krónur á tímann.
Á þessu myndbandi sést gúmmibáturinn fljúgandi.