Síðustu fjórir úr hópi 27 skoska fiskiskipstjóra, sem þátt tóku í stærsta svindli í sögu Skotlands, játuðu sekt sína fyrir hæstarétti í Edinborg í síðustu viku. Mennirnir fjórir, sem allir eru úr sömu fjölskyldunni, játuðu að hafa landað ólöglega síld og makríl samtals að verðmæti jafnvirði 1.280 milljóna íslenskra króna annars vegar í Leirvík á Hjaltlandi og hins vegar í Peterhead í Skotlandi.
Í þessu stóra svikamáli var í heild svindlað framhjá vigt um 170.000 tonnum af makríl og síld að verðmæti 63 milljóna sterlingspunda eða sem svarar 12,4 milljörðum íslenskra króna. Aflanum var landað hjá þremur fiskvinnslustöðvum á norðausturströnd Skotlands og einni á Hjaltlandi. Svindlið átti sér stað á árunum 2002-2006.
Nánar um málið í Shetland News.