Alls voru flutt út 51.000 tonn af frystum makríl á Íslandi á liðnu ári fyrir rúmlega átta milljarða króna. Útflutningurinn varð fjórfalt meiri en árið á undan. Um 60% makrílaflans fóru í manneldisvinnslu samanborið við 20% árið áður.

,,Miðað við þann árstíma sem makríllinn er veiddur á hér við land hefur vinnslan á fiskinum tekist mjög vel. Það hefur komið okkur sem seljum fiskinn á óvart hversu mikil gæðin eru, hvort sem afurðirnar koma frá landvinnslunni, fullvinnsluskipunum eða hefðbundnum frystitogurum. Gæðin eru mun meiri en við þorðum að vona með tilliti til þess hve gífurleg aukning hefur orðið í framleiðslunni eða úr 13 þúsund tonnum í hittifyrra í 51 þúsund tonn á liðnu ári,” sagði Friðleifur Friðleifsson sölustjóri frystra afurða hjá Iceland Seafood í samtali við Fiskifréttir.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum sem komu út í dag.