Heildarafli íslenskra fiskiskipa var rúm 72 þúsund tonn í október og dróst saman um 26% samanborið við október 2014. Aflinn metinn á föstu verði var hins vegar ekki nema 10,8% minni en í október 2014.

Skýringin liggur í miklum samdrætti á uppsjávarafla, fyrst og fremst síldarafla, á meðan botnfiskaflinn var svipaður á milli ára.

Síldaraflinn í október í ár var 22 þúsund tonn á móti 50 þús. tonnum í sama mánuði í fyrra.

Á einu ári, frá nóvember í fyrra til október í ár nam heildaraflinn 1.309 þúsund tonnum samanborið við 1.077 þús. tonn á 12 mánaða tímabili þar á undan. Samdrátturinn er 22% og stafar af meiri uppsjávarafla, þar sem aukinn loðnuafli vegur þyngst.

Sjá nánar á vef Hagstofunnar.