Frá árinu 2008 hefur starfsmönnum í fiskiðnaði á Íslandi fjölgað úr 3.000 í 5.000, samkvæmt tölum Hagstofunnar, en sjómönnum fækkað úr 4.200 í 3.600.
Um þetta segir í nýrri skýrslu Sjávarklasans að ein skýringin kunni að vera sú að vinnuafl sé í mörgum tilfellum einfaldlega ódýrara en fjármagn til fjárfestinga við núverandi aðstæður á Íslandi. Þetta eigi líklega við um einhverja fiskvinnslu í landi þar sem störfum fjölgar en líklega ekki í veiðum og vinnslu úti á sjó.
„Samkeppnisforskot Íslands í framleiðslu sjávarafurða liggur því nú að hluta í lágum framleiðslukostnaði í landi þar sem hægt er að fullvinna afurðir“, segir í skýrslunni.