Í gær var send út fréttatilkynning frá Marine Stewardship Council um að íslensku grásleppuveiðarnar hefðu fengið MSC vottun. Þetta er fyrsta MSC vottunin á grásleppuveiðar í heiminum, en Grænlendingar eru einnig með sínar veiðar í vottunarferli. Þessi vottun hefur nú þegar náð athygli erlendra fjölmiðla
Þessi fiskveiðivottun er unnin af Vottunarstofunni Túni. Umsækjandi vottunarinnar er Vignir G. Jónsson á Akranesi. Vignir G. Jónsson er jafnframt hluthafi í Iceland Sustainable Fisheries (ISF) sem á og heldur utan um MSC vottanir á þorski, ýsu, ufsa, gullkarfa og báðum síldarstofnum. Vottunarskírteinið á grásleppu verður flutt yfir í ISF og geta allir hluthafar ISF selt grásleppuafurðir sem MSC vottaðar. Hluthafalista ISF má sjá HÉR.