Þorbjörn í Grindavík sagði 57 starfsmönnum í landvinnslu fyrirtækisins upp störfum síðastliðinn fimmtudag.

Þetta kemur fram á Vísi.

Á Vísi er rætt við Jóhann Gunnarsson, yfirmann landvinnslu Þorbjarnar, sem segir að af þessum 57 starfsmönnum hafi 35 starfað hjá fyrirtækinu undanfarið. Aðrir hafi verið farnir utan og ekkert starfað hjá Þorbirni frá því í nóvember er bærinn var fyrst rýmdur vegna jarðhræringa. Ástæða uppsagnanna sé ástandið í bænum.

„Við vorum búin að reyna að halda lífinu í þessu, en við ákváðum að þetta væri komið gott í bili,“ er meðal annars haft eftir Jóhanni á visir.is.

Þorbjörn í Grindavík sagði 57 starfsmönnum í landvinnslu fyrirtækisins upp störfum síðastliðinn fimmtudag.

Þetta kemur fram á Vísi.

Á Vísi er rætt við Jóhann Gunnarsson, yfirmann landvinnslu Þorbjarnar, sem segir að af þessum 57 starfsmönnum hafi 35 starfað hjá fyrirtækinu undanfarið. Aðrir hafi verið farnir utan og ekkert starfað hjá Þorbirni frá því í nóvember er bærinn var fyrst rýmdur vegna jarðhræringa. Ástæða uppsagnanna sé ástandið í bænum.

„Við vorum búin að reyna að halda lífinu í þessu, en við ákváðum að þetta væri komið gott í bili,“ er meðal annars haft eftir Jóhanni á visir.is.