Fjóla GK veiddi mestan makríl allra handfærabáta á árunum 2009 til 2014. Þessi ár verða lögð til grundvallar við úthlutun á makrílkvóta handfærabáta samkvæmt makrílfrumvarpi sjávarútvegsráðherra.
Handfærabátar fá um 5% af heildarmakrílkvóta. Kvótinn í ár liggur ekki fyrir en miðað við 150 þúsund heildarkvóta fengju handfærabátarnir 7.500 tonn.
Fjóla GK veiddi alls 553 tonn af makríl á viðmiðunarárunum en reiknast með 681 tonn vegna ívilnunar sem frumkvöðlar fá, þ.e. bátar sem veiddu á árunum 2009 til 2012. Fjóla er með 4,7% veiðireynslunnar. Siggi Bessa SF kemur þar á eftir með 628 tonn með frumkvöðlaviðbótinni, eða 4,4% af heildinni. Sæhamar SH er í þriðja sæti með 3,7%.
Samanlagt eru þessir þrír bátar með tæp 13% af þeirri veiðireynslu sem gert er ráð fyrir að verði lögð til grundvallar við úthlutun á kvóta til handfærabáta.
Sjá nánar úttekt í nýjustu Fiskifréttum.