Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda sem haldinn var fyrir helgina krefst þess að strandveiðar verði fjóra daga í viku, fjóra mánuði og fjórar rúllur á bát.
Þá vill fundurinn að makrílveiðar verði frjálsar og hlutdeild þeirra í veiðunum verði 16%.
Jafnframt er skorað á sjávarútvegsráðherra að auka tafarlaust þorskkvótann í 270 þúsund tonn.
Þetta er meðal fjölmargra ályktana sem fundurinn samþykkti. Ályktanirnar má sjá í heild á vef LS.