Þessa dagana tekur fyrirtækið Kerecis frá Ísafirði þátt í rannsóknarmálþingi í Flórída á vegum varnamálaráðuneytis Bandaríkjanna, að því er fram kemur á vef LÍÚ.

Á málþinginu verður fjallað um heilbrigðislausnir fyrir heri. Þar sem Kerecis sérhæfir sig í framleiðslu og markaðssetningu á lausnum úr fiskroði og omega-3 olíu sem er notað til meðhöndlunar á vefjaskaða, mun fyrirtækið kynna meðferð sína á málþinginu. Þingið er hugsað sem vettvangur herlækna, hjúkrunarfræðinga og vísindamanna varnarmálaráðuneytis.

Guðmundur F. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis, segir í tilkynningu að góðar líkur séu því á að vörur fyrirtækisins henti bandaríska hernum vel, einkum við meðhöndlun á sárum sem eiga erfitt með að gróa.