Atvinnuleysi á Grenivík þurrkaðist út í byrjun vikunnar þegar bolfiskvinnsla hófst á ný í plássinu eftir átta mánaða hlé.

Það er útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Gjögur sem hefur, í samstarfi við heimamenn á Grenivík, hafið þar fiskvinnslu í húsnæði sem áður hýsti saltfiskvinnslu Brims. Sú starfsemi var lögð niður í júní síðastliðnum. Vinnslan er ferskur bolfiskur beint til útflutnings ásamt frystingu.

Miklar endurbætur voru gerðar á tækjabúnaði, enda vinnslan frábrugðin því sem áður var. Ægir Jóhannsson,  frystihússtjóri Gjögurs á Grenivík, vonar að starfsemin aukist þegar frá líður.

Ruv.is greinir frá þessu.