Þrátt fyrir  innflutningsbann á norskum sjávarafurðum til Rússland hafa menn fundið leið fyrir norskan lax inn á rússneska markaðinn, að því er fram kemur í blaðinu Dagens Næringsliv.

Tölur frá Noregi sýna aukningu í útflutningi sjávarafurða til landa í kringum Rússland. Talið er að fiskurinn fái annað tollnúmer þar og sé fluttur til Rússlands. Blaðið hefur það eftir útflytjendum að eftirspurn hafi aukist frá Hvíta-Rússlandi, Eistlandi, Lettlandi og Litháen.