Þegar vika var liðin af september áttu norsk skip eftir að veiða um 200 þúsund tonn af hvítfiski af kvóta ársins 2013. Um 137 þúsund tonn af því eru þorskur.
Áætlað er að aflaverðmæti óveidda fisksins sé um 1,5 milljarðar króna (um 30 milljarðar ISK). Nær útilokað er að veiða allan þennan fisk á árinu, að því er fram kemur í Fiskeribladet/Fiskaren.
Í blaðinu segir að strandflotinn eigi til dæmis eftir að veiða 35 þúsund tonn af hvítfiski. Ekki sé hægt að veiða þennan fisk nema gefa afkastamestu skipunum lausan tauminn. Slíkt verði þó ekki gert nema að færa kvóta á milli flokka skipastærða og ekki sé hlaupið að því. Þá sé ljóst að ef sóknin yrði aukin í þorsk veiðist ýsa sem meðaafli. Gallinn sé sá að skipin eigi lítinn sem engan ýsukvóta eftir. Þau geti því sig lítið hreyft nema sækja þorskinn á fjarlægari mið þar sem ýsan heldur sig ekki.
Þá er mönnum til efs að það borgi sig að moka þorskinum upp á haustmánuðum, skömmu áður en jólasalan byrjar. Of mikið framboð hafi ekki góð áhrif á markaðinn.
Norðmenn eiga því úr vöndu og ráða og sjá fram á að talsvert af kvóta ársins 2013 brenni inni.