Hver Norðmaður borðaði að meðaltali um 18 kíló af fiskmeti á síðasta ári. Alls keyptu norsk heimili um 85 þúsund tonn af fiski og sjávarafurðum. Söluverðmætið er tæpir 6 milljarðar króna (123 milljarðar ISK). Þetta er 4,5% aukning frá árinu áður.
Þessar tölur koma fram í skýrslu Norska útflutningsráðsins sem markaðssetur norskar sjávarafurðir, jafnt heima fyrir sem erlendis.
Í skýrslunni kemur einnig fram að Norðmenn kaupa stöðugt meira af tilbúnum fiskréttum, einkum réttum framleiddum úr laxi. Á norskum heimilum voru borðuð 1.287 tonn af tilbúnum laxaréttum á árinu 2010. Sérfræðingar segja að eftir því sem fjölbreytni fiskrétta verði meiri og auðveldara verði að matreiða aukist neyslan.