Eftirlitsmenn Fiskistofu munu  fljúga ómönnuðum loftförum til eftirlits í apríl. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar.

„Viljum við minna á að allar upptökur eru skoðaðar vel og fiskur sem fer fyrir borð er tegundargreindur,“ segir á fiskistofa.is.

Eru sjómenn og útgerðaraðilar beðnir að kynna sér vel reglur og lög um stjórn fiskveiða.

Atriði til að huga að

  • Óhætt er að sleppa hlýra og ef hann er lífvænlegur.
  • Skylt er sleppa beinhákarli, háfi og hámeri, ef lífvænleg.
  • Heimilt er að sleppa lífvænlegri tindaskötu.
  • Sleppa á grásleppu sem fæst í  þorskfiskanet.
  • Heimilt er að sleppa lífvænlegum rauðmaga við hrognkelsaveiðar.
  • Komi lúða um borð í veiðiskip sem meðafli á umsvifalaust að sleppa lífvænlegri lúðu.
  • Við línuveiðar skal sleppa allri lúðu með því að skera á taum línunnar.
  • Við handfæra- og sjóstangaveiðar á að losa lúðu varfærnislega af krókum eða skera á lykkju slóðans áður en lúða kemur um borð.