Krafa ESB um að veiðivottorð skuli fylgja öllum fiskafurðum sem fluttar eru inn í sambandið hefur ekki valdið neinum teljandi töfum á útflutningi sjávarafurða þangað frá Íslandi.
Frá og með síðustu áramótum tók sem kunnugt er gildi reglugerð í ríkjum Evrópusambandsins sem stemma á stigu við innflutningi á afurðum úr fiski sem veiddur er með ólöglegum hætti. Öllum fiskafurðum þarf nú að fylgja svokallað veiðivottorð með upplýsingum um löndunardag fisks, skip og veiðisvæði.
Eftir að þessar reglur tóku gildi hefur Fiskistofa staðfest 2.700 veiðivottorð frá útflytjendum á Íslandi. . Margir útflytjendur hérlendis voru uggandi um að þessi aukna skýrslugjöf myndi tefja fyrir útflutningi sjávarafurða héðan og jafnvel valda ringulreið en svo virðist ekki hafa orðið.
Hins vegar eru sumar erlendar stofnanir sem taka á móti veiðivottorðunum byrjaðar að rukka inn umsýslugjald vegna vottorðanna og gæti sú gjaldtaka orðið tilfinnanleg ef sá háttur yrði hafður á alls staðar. ‘
Sjá nánar um málið í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.