Skipum á íslenski aðalskipaskrá fjölgaði um 32 á síðasta ári. Þá var 51 skip frumskráð og endurskráð en 19 skip voru afskráð. Þetta kemur fram á vef Siglingastofnun Íslands.

Á árinu 2012 urðu mestar breytingar á skráningu fiskiskipa undir 15 brúttótonnum, en þeim fjölgaði úr 1.256 í 1.293. Í þeim flokki voru 18 skip frumskráð, 11 skip endurskráð og 18 skip skráð sem fiskiskip sem voru áður skemmtiskip eða skráð til annarrar notkunar. Nokkur fiskiskip voru afskráð eða notkun þeirra breytt, þannig að fjölgun skráðra fiskiskipa undir 15 brúttótonnum var 37 skip.