Árið 2105 var gott ár hjá fiskimjölsiðnaðinum. Verksmiðjurnar tóku á móti um 780 þúsund tonnum af hráefni sem er rúmlega 80% aukning frá árinu áður. Fiskimjölsverksmiðjurnar hafa ekki fengið meira hráefni til vinnslu í ártug eða svo. Þetta kemur fram í ítarlegri úttekt í nýjustu Fiskifréttum.
Megnið af hráefni fiskimjölsverksmiðjanna er loðna en einnig var brætt töluvert af kolmunna. Aukning varð í framleiðslu á fiskimjöli og lýsi úr makríl milli ára. Verulegur hluti af hráefni fiskimjölsverksmiðjanna kemur frá erlendum skipum. Þau lönduðu hér tæpum 140 þúsund tonnum af loðnu og kolmunna. Hluti loðnunnar fór í manneldisvinnslu.
Þrjár fiskimjölsverksmiðjur Síldarvinnslunnar tóku á móti mestu hráefni, eða samtals 263 þúsund tonnum og um 34% af heildinni. Alls tóku þrjú stærstu félögin á móti um 63% af þeim fiski sem fór til bræðslu á síðasta ári.
Sjá nánar í úttekt í nýjustu Fiskifréttum.