Á árinu 2015 jókst framleiðsla fiskeldis á Írlandi um 25% í tonnum talið og fór í 40 þúsund tonn. Verðmæti eldistegundanna var tæplega 150 milljónir evra (28,5 milljarðar ISK). Þetta kemur fram á fréttavef Evrópusambandsins.

Írska laxeldið skilaði 95 milljónum evra og skelfiskeldið 51 milljón. Í skelfiskdeildinni er ostruframleiðslan stært með 38 milljónir en bláskelin gaf 13 milljónir. Meira en 90% af ostruframleiðslunni er flutt út. Megnið fer á Frakklandsmarkað en markaðir í Hong Kong og Kína taka við því sem ekki fer á Frakkland.