Innan Evrópusambandsins er framleiddur eldisfiskur fyrir um 3,3 milljarða pund (540 milljarða ISK) og skapar þessi atvinnugrein tugþúsunda starfa, oft í afskekktum byggðum ESB-landa. Þessar upplýsingar komu fram í ræðu Skotans Struan Stevenson sem hann hélt á alþjóðlegri ráðstefnu um fiskeldi. Struan Stevenson er þingmaður á Evrópuþinginu og varaformaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins

Ræða Struan Stevenson fjallaði annars að mestu leyti um regluverkið í kringum fiskeldi í Evrópusambandinu og samkeppnistöðu greinarinnar gagnvart fiskeldi í ríkjum utan ESB. Hann sagði að fiskeldismenn í Evrópu hefðu í gegnum tíðina verið leiðandi á sínu sviði en hvergi í heiminum væri regluverkið jafn strangt og þar. Það meðal annars hefði leitti til þess að aðrar þjóðir utan ESB hefðu náð forskoti á heimsmarkaðnum.

Struan Stevenson sagðist hlynntur reglum til að vernda neytendur og umhverfið. Þessar ströngu reglur hefðu þó óneitanlega kostnað í för með sér sem veikti samkeppnisstöðu fiskeldis innan ESB. Við viljum reglur sem hæfa en ekki kæfa (The industry favours regulation, not strangulation), sagði Struan Stevenson.