Í Austur-Afríku fundust nýlega minjar þess að maðurinn hafi þá þegar verið farinn að borða fisk fyrir rétt tæpum tveimur milljónum ára.

Þetta kemur fram í grein í virtu fréttabréfi bandarísku vísindaakademíunnar. Í greininni er enn fremur leitt líkum að því að fiskát í Austur-Afríku í árdaga geti skýrt hvers vegna heili mannsins tók að stækka. Fiskurinn átti því ekki lítinn þátt í þróun mannsins.

Norskir útgerðarmenn henda þessa frétt á lofti á heimasíðu samtaka sinna og minna á að nú tveimur milljónum árum seinna séu næringarfræðingar norska manneldisráðsins að hamra á hollustu fisksins með því að hvetja fólk til að borða fisk minnst tvisvar í viku.