ff

Japanska geimrannsóknamiðstöðin (JAXA) hefur komið upp hátækni fiskabúri úti í geimnum í alþjóðlegu geimvísindastöðinni. Í búrinu er hringrásarkerfi sem einangrar það frá umhverfi sínu en tilgangur rannsóknanna er meðal annars að kanna áhrif þyngdarleysis á fiska.

Í fyrstu tilraun verða gerðar athuganir á litlum ferskvatnsfiskum sem kallast Oryzias litipes og eru upprunnir í Suðaustur-Asíu. Rannsóknirnar munu standa í 90 daga og að sögn vísindamanna ættu þær að veita upplýsingar um þætti eins áhrif geimgeisla á fiska, bein og vöðvarýrnun auk annarra líkamlegra áhrifa þyngdarleysis á fiska. Vonast er til að rannsóknirnar komi til með að auka þekkingu læknavísindanna á langtíma áhrifum þyngdarleysis á menn.

Einn af kostunum við að nota Oryzias litipes við rannsóknirnar er að þeir eru svo til gegnsæir og það auðvelda vísindamönnunum að fylgjast með breytingum sem eiga stað innra með þeim. Þeir fjölga sér hratt þannig að rannsóknin nær yfir nokkrar kynslóðir.