Heildarafli íslenska flotans fyrstu sjö mánuði fiskveiðiársins var 774.000 tonn. Þetta er umtalsvert meiri afli en á sama tíma í fyrra þegar hann var

594.000 tonn. Aflaaukningin liggur í verulegri aukningu á uppsjávarafla.

Íslensk skip veiddu 109.000 tonn af þorski á fyrstu sjö mánuðum fiskveiðiársins. Þetta er 4% % samdráttur frá sama tíma á fyrra ári þegar heildarþorskaflinn nam113.000 tonnum.

Ýsuaflinn var á fyrstu sjö mánuðum fiskveiðiársins 34.000 tonn. Á sama tíma í fyrra var ýsuaflinn orðinn töluvert meiri eða 42.000 tonn.

Uppsjávaraflinn er kominn í 501.000 tonn.  Til samanburðar var hann 283.000 tonn á síðasta fiskveiðiári. Þetta er rúmlega 77% aflaaukning.

Uppsjávaraflinn samanstendur að mestu af loðnu og síld. Loðnuaflinn á yfirstandandi fiskveiðiári er orðinn 327.000 tonn sem er nánast þreföldun frá síðustu vertíð.

Sjá nánar um afla og aflanýtingu á vef Fiskistofu .