Kanadíski rækjutogarinn Inuksuk mokfiskaði rækju í síðasta túr sínum. Aflinn var 380 tonn á sjö dögum, þar af fengu þeir 67 tonn besta veiðidaginn. Aflaverðmæti nemur jafnvirði um 200 milljóna íslenskra króna.
Stóru rækjurnar í aflanum voru unnar fyrir Japansmarkað en þær smærri frystar sem iðnaðarrækja. Skipið er nú á leið til Nýfundnalands til löndunar.
Þetta kemur fram á færeyska vefnum jn.fo, en skipstjóri skipsins og vélstjóri eru færeyskir. Þá má nefna að Inuksuk var smíðaður í Færeyjum og hét þá Hvítanes.