Sextánda netarall Hafrannsóknastofnunnar hófst 1. apríl síðastliðinn. Sex bátar taka þátt í rallinu að þessu sinni. Fiskifréttir náðu tali af skipstjórum allra þeirra í fyrradag og voru flestir sammála um að vel fiskaðist og að aflinn væri meiri en á síðasta ári. Mest veiðist þó í Breiðafirði og Faxaflóa.
,,Við vorum með um 40 tonn fyrir nokkrum dögum og höfum þurft að fækka trossum til að komast yfir allt svæðið,“ segir Friðþjófur Sævarsson skipstjóri á Saxhamri SH sem er á veiðum í Breiðafirði. Hann telur að útkoman í ár verði betri en í netarallinu í fyrra.
,,Við lönduðum 41 tonni fyrsta daginn, 33 tonnum annan daginn og rúmum 20 tonnum á mánudaginn,” sagði Sigurður Sigurðsson skipstjóri á Magnúsi SH sem er á veiðum í Faxaflóa.
Sjá nánar í Fiskifréttum sem komu út í dag.