„Það var búið að vera rólegt fyrstu tvo dagana en þetta er eitthvað að skána,“ segir  Bjarki Helgason, stýrimaður á Guðrúnu Þorkelsdóttur SU sem síðastliðinn laugardag hóf kolmunnaveiðar í Rósagarðinum.

Heildarhlutur íslensku útgerðanna í kolmunna á þessu almanaksári er 273.442 tonn. Enn voru óveidd 49.613 tonn, eða tæpur fimmtungur kvótans, miðað við tölur Fiskistofu í gær, þriðjudag. Þá voru fjögur skip á kolmunnaveiðum í Rósagarðinum.

Auk Guðrúnar Þorkelsdóttur frá Eskju á Eskifirði voru á svæðinu Eskjuskipin Aðalsteinn Jónsson SU og Jón Kjartansson SU auk Barða NK frá Síldarvinnslunni í Neskaupstað og færeyska skipsins Christian i Grótinum.

Fjögur skip og fleiri á leiðinni

„Við komum hérna saman, við Aðalsteinn og Barði og við köstuðum á laugardaginn. Svo kom Jón Kjartansson daginn eftir og  Christian í Grótunum kastaði hérna í gær. Það eru fjögur skip hérna núna og ég gæti trúað að Svanurinn væri á leiðinni,“ segir Bjarki þegar rætt er við hann á þriðjudagsmorgni.

Skip Eskju hefja kolmunnaveiðar sínar talsvert fyrr en þau gerðu í fyrrahaust. „Við byrjuðum fyrstu vikuna í október í fyrra. Við vorum bara búnir með síldina og ákváðum að fara í þetta,“ segir Baldur Marteinn Einarsson, útgerðarstjóri Eskju, sem kveður fyrirtækið enn eiga talsverðan kvóta í kolmunna óveiddan.

Eiga talsvert óveitt

Baldur Marteinn Einarsson, útgerðarstjóri Eskju. Mynd/Aðsend
Baldur Marteinn Einarsson, útgerðarstjóri Eskju. Mynd/Aðsend

„Við eigum eftir að veiða 22 þúsund tonn þannig að við ætluðum að girða okkur í brók og byrja á þessu,“ segir Baldur Marteinn. Aðspurður segir Bjarki aðstæður á miðunum góðar. „Það er fínasta veður og við erum að reyna að eltast við þetta. Fiskurinn er svona rétt að mæta,“ segir hann. Fiskurinn sem sé að fást sé ágætur.

Að sögn Bjarka hafa skipin verið að fá frá 150 og yfir 200 tonn í holi á fimmtán klukkustundum. Ekkert væri hægt að segja til um hvenær þau næðu að fylla sig. „Við erum í fyrra fallinu en þetta er fljótt að breytast,“ segir hann.

Stór, feitur og fínn

Baldur Marteinn útgerðarstjóri tekur undir að kolmunninn sé alveg ágætur. „Hann er þokkalega stór og feitur og fínn. Þetta er kjörhráefni fyrir bræðsluna,“ segir hann. Allt fer í bræðslu.

„Mjöl- og lýsisverð er svo hátt núna að það þyrfti að vera ansi gott verð til þess að geta fryst þetta,“ segir Baldur Marteinn.

Mjölið er flutt úr landi. „Mér skilst að stærstu kaupendurnir séu bara hér í Evrópu. Þetta er mikið selt til fiskeldis í Noregi,“  segir Baldur um helsta markaðinn fyrir mjölið.

Útgerðarstjórinn er bjartsýnn á framhaldið. „Þetta er mjög gott hráefni og svo er vaxandi veiði,“ bendir hann á.

„Það var búið að vera rólegt fyrstu tvo dagana en þetta er eitthvað að skána,“ segir  Bjarki Helgason, stýrimaður á Guðrúnu Þorkelsdóttur SU sem síðastliðinn laugardag hóf kolmunnaveiðar í Rósagarðinum.

Heildarhlutur íslensku útgerðanna í kolmunna á þessu almanaksári er 273.442 tonn. Enn voru óveidd 49.613 tonn, eða tæpur fimmtungur kvótans, miðað við tölur Fiskistofu í gær, þriðjudag. Þá voru fjögur skip á kolmunnaveiðum í Rósagarðinum.

Auk Guðrúnar Þorkelsdóttur frá Eskju á Eskifirði voru á svæðinu Eskjuskipin Aðalsteinn Jónsson SU og Jón Kjartansson SU auk Barða NK frá Síldarvinnslunni í Neskaupstað og færeyska skipsins Christian i Grótinum.

Fjögur skip og fleiri á leiðinni

„Við komum hérna saman, við Aðalsteinn og Barði og við köstuðum á laugardaginn. Svo kom Jón Kjartansson daginn eftir og  Christian í Grótunum kastaði hérna í gær. Það eru fjögur skip hérna núna og ég gæti trúað að Svanurinn væri á leiðinni,“ segir Bjarki þegar rætt er við hann á þriðjudagsmorgni.

Skip Eskju hefja kolmunnaveiðar sínar talsvert fyrr en þau gerðu í fyrrahaust. „Við byrjuðum fyrstu vikuna í október í fyrra. Við vorum bara búnir með síldina og ákváðum að fara í þetta,“ segir Baldur Marteinn Einarsson, útgerðarstjóri Eskju, sem kveður fyrirtækið enn eiga talsverðan kvóta í kolmunna óveiddan.

Eiga talsvert óveitt

Baldur Marteinn Einarsson, útgerðarstjóri Eskju. Mynd/Aðsend
Baldur Marteinn Einarsson, útgerðarstjóri Eskju. Mynd/Aðsend

„Við eigum eftir að veiða 22 þúsund tonn þannig að við ætluðum að girða okkur í brók og byrja á þessu,“ segir Baldur Marteinn. Aðspurður segir Bjarki aðstæður á miðunum góðar. „Það er fínasta veður og við erum að reyna að eltast við þetta. Fiskurinn er svona rétt að mæta,“ segir hann. Fiskurinn sem sé að fást sé ágætur.

Að sögn Bjarka hafa skipin verið að fá frá 150 og yfir 200 tonn í holi á fimmtán klukkustundum. Ekkert væri hægt að segja til um hvenær þau næðu að fylla sig. „Við erum í fyrra fallinu en þetta er fljótt að breytast,“ segir hann.

Stór, feitur og fínn

Baldur Marteinn útgerðarstjóri tekur undir að kolmunninn sé alveg ágætur. „Hann er þokkalega stór og feitur og fínn. Þetta er kjörhráefni fyrir bræðsluna,“ segir hann. Allt fer í bræðslu.

„Mjöl- og lýsisverð er svo hátt núna að það þyrfti að vera ansi gott verð til þess að geta fryst þetta,“ segir Baldur Marteinn.

Mjölið er flutt úr landi. „Mér skilst að stærstu kaupendurnir séu bara hér í Evrópu. Þetta er mikið selt til fiskeldis í Noregi,“  segir Baldur um helsta markaðinn fyrir mjölið.

Útgerðarstjórinn er bjartsýnn á framhaldið. „Þetta er mjög gott hráefni og svo er vaxandi veiði,“ bendir hann á.