Sjóbjörgunarsveitir í Noregi aðstoðuðu 12 þúsund manns á sjó eða við ströndina á árinu 2012. Flest verkefnin voru leit og björgun. Fleiri sjómenn fengu hjálp á síðasta ári en árið áður.
Alls fengu 2.674 norskir sjómenn aðstoð frá björgunarskipum á árinu 2012 en árið þar á undan fengu 2.550 sjómenn aðstoð. Þetta þýðir að fimmti hver skráður sjómaður í Noregi hafi fengið hjálp.
Björgunarsveitirnar segjast hafa bjargað 11 mönnum úr bráðri lífshættu og 46 skipum frá því að sökkva í sæ á síðasta ári. Algengt var að aðstoða skip sem fengið höfðu net í skrúfuna eða glímdu við vélarbilun. „Verkefnin voru misalvarleg. Stundum skildi hjáp okkar á milli lífs og dauða en í öðru tilvikum snerist málið um að sjómenn kæmust heim á réttum tíma í kvöldmat,“ segir talsmaður björgunarsveitanna.