Tíu hæstu sjávarútvegsfyrirtækin eiga að greiða um 5,1 milljarð í veiðigjöld og 66% af heildinni. Fimm hæstu fyrirtækin eru með rúma 3,6 milljarða og um 47% af heildinni, samkvæmt samantekt Fiskifrétta á dreifingu veiðigjalda eftir sjávarútvegsfyrirtækjum, bæjarfélögum, útgerðarflokkum og fisktegundum

Fiskistofa tilkynnti nýlega álagningu veiðigjalda fyrir fiskveiðiárið 2014/2015. Alls nemur álagningin 7,7 milljörðum króna samanborið við 9,2 milljarða á fiskveiðiárinu þar á undan, eins og fram hefur komið í Fiskifréttum

Veiðigjöldin dreifast misjafnt eftir einstökum stöðum eða bæjarfélögum á landinu. Sjávarútvegsfyrirtæki í Reykjavík greiða hæstu gjöldin, samtals tæpa 1,6 milljarð króna. Fyrirtæki í Vestmannaeyjum koma þar á eftir með tæpa 1,5 milljarða. Athygli vekur að sjávarútvegurinn á tveimur hæstu stöðunum, í Reykjavík og Vestmannaeyjum, eru með um 40% af öllum veiðigjöldunum. Ef Akureyri er bætt við þá eru þessir þrír hæstu staðir með helming allra veiðigjaldanna.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.