Á fyrstu 11 mánuðum síðastliðins árs voru flutt út 12 þús. tonn af ferskum þorski.  Verðmæti þessa námu tæpum 16 milljörðum, að því er kemur fram á vef Landssambands smábátaeigenda.

Alls voru fimmtán þjóðir sem keyptu þorsk héðan, þar af voru þrjár þeirra með 90% heildarmagnsins, Bretland, Frakkland og Belgía.