Aukning hefur orðið á útflutningi á ferskum þorski (flök og bitar) milli ára.  Fyrstu tíu mánuðir ársins nam útflutningurinn 17.400 tonnum að verðmæti 21 milljarðs króna. Þetta er 26% aukning í magni og 9% aukning í verðmætum frá fyrra ári.

Verð á ferskum þorski hefur gefið eftir, var á tímabilinu janúar - október í ár 13% lægra en í fyrra.

Mest var flutt út til Frakklands eða tæp 40% heildarmagnsins, Bretar voru með tæpan fjórðung, til Belgíu fóru 18% og Bandaríkin voru með 11%.  Af þessum fjórum löndum varð langmest aukning á sölu til Bandaríkjanna.

Þetta kemur fram á vef Landssambands smábátaeigenda.