Ferjan Röst sem Vegagerðin hefur keypt af Torghatten Nord í Noregi er komin langleiðina að nýrri heimahöfn í Stykkishólmi. Áhöfn seljandans sigldi ferjunni frá Noregi um um borð eru íslenskir skipstjórnarmenn frá Sæferðum en ferjan mun annast siglingar á Breiðafirði í stað Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Áætlað er að reglubundnar siglingar hefjuist um miðjan október.

Ferjan Röst er smíðuð 1991, tekur 250 farþega og rúmar fimm stóra flutningabíla. Miðað er við að ferjan sigli sömu áætlun og Baldur á ferjuleið9nni Stykkishólmur – Flatey – Brjánslækur – Flatey – Stykkishólmur.

Röst.
Röst.

Eins og sjá má á www.marinetraffic.com er stutt þangað til ferjan leggst við höfn í Stykkishólmi.