Aflahæsti báturinn á strandveiðunum í júnímánuði var Fengur ÞH-207 með 11.571 kg en hann er gerður út á svæði B. Þess má geta að hann var einnig aflahæstur í maí og samanlagt er báturinn með tæp 22 tonn frá upphafi strandveiða í ár. Það verður þvíekki annað sagt en að áhöfnin á Feng sé fengsæl.
Á hæla Fengs í júní kom Lundey ÞH-350 með 11.547 kg. en hún er einnig gerður út á svæði B.
Á vef Fiskistofu má sjá lista yfir tíu aflahæstu strandveiðibáta það sem af er vertíðinni.
Góð aflabrögð voru á strandveiðunum í júní og lokaði Fiskistofa tveimur svæðum fyrir mánaðarmótin. Svæði A var lokað 19. júní og svæði B var lokað 30. júní.