Á fundi stjórnar LÍÚ föstudaginn 7. mars var samþykkt að skora á félagsmenn að nýta sér kosti Fjölnetsins sem er uppboðskerfi rekið af Reiknistofu fiskmarkaða. Með því geta innlendir aðilar með enn auðveldari hætti boðið í fisk sem senda á ísvarinn í gámum á erlenda fiskmarkaði og selja þar.
Fjölnet stendur fyrir „fjölbreytt viðskipti á Internetinu”. Hugmyndin að baki Fjölneti er sú að veita fiskmörkuðum möguleika á auknum viðskiptum með fisk, fiskafurðir, aðrar vörur og þjónustu á sínu markaðssvæði. Með Fjölnetinu er opnað á þann möguleika að seljendur og kaupendur geti átt gagnvirk rafræn samskipti.
Seljendum er gefin kostur á því að setja sölukröfur sem verða að nást áður en af sölu verður, en kaupendum er gefin kostur á að leggja inn tilboð sem metin eru af Fjölnetinu.