Breskur fiskibátur sem var á veiðum í Ermarsundi skammt frá eyjunni Sark fékk brot af Spitfire flugvél úr seinni heimstyrjöldinni í netið fyrir skömmu. Þetta kemur fram á Fishupdate.com.
Brotið sem um ræðir er neðri hluti vélar sem talið er að hafi verið skotin niður í maí 1943 utan við eyjuna Guernsey. Flugvélin var að gera loftárás á þýskt skip sem lá við bryggju í St. Peter á Guernsey sem var hernumin af Þjóðverjum á þeim tíma.
Þjóðverjar höfðu vitneskju um árásina fyrirfram og mætti Spitfire flugvélinni hörð skothríð frá jörðu og var hún að lokum skotin niður.