Það er óhætt að segja að mokveiði af loðnu hafi verið í Meðallandsbugtinni síðastiðinn laugardag, að því er fram kemur á bloggsíðu Faxa RE . Kastað var einu sinni og aflinn dugði til að fylla á lestar skipsins.

Um 1.550 tonnum var dælt i lestar Faxans og um fimmtíu tonnum yfir í Ásgrím Halldórsson SF-250. Stoppið á miðunum var einungis fjórar klukkustundir. Faxi landaði aflanum á Akranesi.