Ungur Norðmaður var að renna fyrir fisk ásamt sambýliskonu sinni að næturlagi í vikunni á báti fyrir utan Ibestad i Troms í Norður-Noregi þegar þorskur beit á öngulinn.
Þegar þorskurinn var kominn upp á yfirborðið kom í ljós að lúða fylgdi honum eftir og glefsaði í sporðinn á honum við síðu bátsins. Veiðimaðurinn freistaði þess þá að grípa lúðuna berum höndum.
Sambýliskonan myndaði uppákomuna á símann sínn og árangurinn sést á skemmtiegu myndbandi sem fylgir frásögn af atburðinum á vef norska ríkissjónvarpsins. SJÁ HÉR .