Færeyska krabbaveiði- og vinnsluskipið Fríðborg hefur legið við bryggju hjá Þorgeir & Ellert á Akranesi síðan í ágúst. Þar hefur verið unnið að því að setja fullkomna vinnslulínu fyrir snjókrabba um borð í skipið. Fríðborg er fyrsta skipið í heiminum sem fær slíka vinnslulínu, að því er fram kemur á vef Skessuhorns .
Það eru fyrirtækin Skaginn og 3X Technology sem hafa hannað og smíðað tæknibúnaðinn. Nú er verið að ljúka við að koma búnaðinum fyrir um borð í Fríðborgu. Síðan taka við prófanir á hafi úti þar sem farið verður á krabbaveiðar við Færeyjar. Að því loknu verður stefnan sett norður í Barentshaf þar sem snjókrabbinn finnst.
Fiskifréttir hafa áður fjallað um Fríðborgu sem krappaskip, sjá HÉR