Norska strandgæsluskipið KV Sortland færði færeyska togarann Gadus til hafnar í Tromsö eftir að í ljós kom við eftirlit á hafi úti, áður en togarinn hélt heim úr norsku lögsögunni, að skipstjórinn hafði ekki tilkynnt um 140 tonna afla sem fékkst á síðustu dögum veiðanna.
Skipstjórinn fékk 25.000 NOK sekt, ígildi 376 þús. ISK, og útgerðin varð að sjá af 21 milljón ISK. Gadus hafði stundað þorskveiðar í Barentshafi frá því í janúar þegar norska strandgæsluskipið hafði afskipti af honum um 50 mílur norður af Tromsö.