Kaj Leo Holm Johannesen, lögmaður Færeyja, hefur varið þá ákvörðun Evrópusambandsins að aflétta viðskiptaþvingunum gagnvart Færeyjum sem talsmenn sjávarútvegsins í Skotlandi hafa harðlega gagnrýnt.

Færeyingar höfðu einhliða úthlutað sér 40.000 tonna síldarkvóta á þessu ári sem er minna en þeir veiddu á síðasta ári en tvöfalt meira en þeim hefði átt að vera úthlutað samkvæmt samkomulagi strandríkjanna og ESB.