Öll færeysku loðnuskipin nema Fagraberg hafa lokið við að veiða kvóta sína á Íslandsmiðum. Fagrabergið kom seint til veiða og á eftir 3.000 tonna kvóta, að því er fram kemur á færeyska vefnum Fiskur.fo.

Fagraberg er nú á miðunum við Snæfellsnes ásamt hinum færeyska Jupiter sem er að hjálpa Fagraberginu að klára kvótann. Fagrabergið landaði á Vopnafirði eftir síðasta túr og Jupiter og Finnur fríði lönduðu á Fáskrúðsfirði. Finnur fríði er nú á leið heim til Færeyja.

Loðnukvóti Færeyinga við Ísland á þessari vertíð er 30.000 tonn.