Makríllinn jók þyngd sína verulega meðan hann dvaldi í íslenskri lögsögu sumarið 2011, þ.e. frá maí til ágúst. Meðal þyngdaraukning vegin með fjölda í aldurshópum er 55%, að því er fram kemur í greinargerð vinnuhóps sjávarútvegsráðherra um makrílveiðar.

Fæða makrílsins í íslensku lögsögunni er yfirleitt krabbaflær  ( rauðátutegundir ). Önnur sviflæg krabbadýr sem voru nokkuð áberandi voru ljósáta og marflær.

Samtals var lífmassinn makríls metinn 4,85 milljónir tonna árið 2010 og voru um 1,1 milljón tonna í íslenskri lögsögu, eða 23%. Árið 2011 var heildarlífmassinn um 2,7 milljónir tonna. Þar af um 1,1 milljón tonna í íslenskri lögsögu, eða 43%.

Sjá nánar umfjöllun í nýjustu Fiskifréttum um greinargerð vinnuhópsins um makrílveiðar.