Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gefið út árlega skýrslu um veiðigetu fiskiskipaflota ESB-ríkja árið 2014.

Í skýrslunni kemur fram að flotinn hafi minnkað eins og að var stefnt. Flotinn nálgist það markmið að stunda sjálfbærar veiðar í samræmi við sameiginlega fiskveiðistefnu Evrópusambandsins.

Á tíu ára tímabili hefur veiðigeta ESB-flotans minnkað um 25% í brúttótonnum talið og um 13% miðað við afl véla. Veiðigetan er þó enn of mikil í vissum hlutum flotans.

Samdráttur veiðigetu síðustu fimm árin hefur hjálpað mikið við að draga úr ofveiði fiskistofna og auka arðsemi ESB-flotans, að sögn skýrsluhöfunda.