Allir sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandsins hafa nú náð samkomulagi um allsherjarbann við brottkasti fisks. Bannið skal taka gildi strax á næsta ári.

Tillaga þessa efnis var samþykkt í Evrópuþinginu í fyrra en nú hafa sjávarútvegsráðherrarnir lagt blessun sína yfir málið. Banninu skal framfylgt í áföngum. Á næstu tveimur árum er leyft að kasta allt að 9% af afla í sjóinn, næstu tvö árin á eftir skal hlutfallið lækka í 8% og þar næst í 7% en undanþágurnar skulu falla niður eftir árið 2019.