Fiskveiðisjóður ESB, European Maritime and Fisheries Fund (EMFF), ætlar að verja 5,75 milljörðum evra í fjárfestingar (815 milljarðar ISK) til að efla störf í sjávarútvegi og strandbyggðatengdri starfsemi á árunum 2014 til 2020.
Framkvæmdastjórn ESB skýrði frá þessu í vikunni. Sjá HÉR .
Fjárfestingunni er ætlað að styðja við fiskveiðistefnu ESB. Styrkurinn skiptist á einstök ríki ESB og hafa þau skuldbundið sig til að styðja sjálfbærar og samkeppnishæfar fiskveiðar, fiskeldi og skapa þar með 10.200 ný störf og skjóta styrkari stoðum undir þau þau 85 þúsund störf sem fyrir eru í greininni. Orkunýting á að batna um 40% og löndunarskylda á að draga úr veiðum á óæskilegum afla um 20%.