Stór hluti þess loðnuafla sem erlend skip veiddu í íslenskri lögsögu á vertíðinni fór til vinnslu hér á landi. Um miðja vikuna höfðu um 26 þúsund tonn verið tekin til vinnslu hér af þeim 59 þúsund tonnum sem erlendu skipin höfðu veitt við Ísland, eða tæp 45%, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Norsk skip lönduðu um 5 þúsund tonnum á Íslandi í 11 löndunum, öllu á Eskifirði og var aflinn bræddur hjá Eskju.

Færeysk skip hafa landað hér tæpum 10 þúsund tonnum, aðallega á Fáskrúðsfirði. Megnið fór í manneldisvinnslu.

Grænlenska skipið Erika hafði veitt um 11 þúsund tonn af loðnu hér við land um miðja vikuna. Skipið hefur landað öllum sínum afla á Íslandi enda er útgerðarfélag þess að hluta til í eigu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.