Aflamagn sem erlend skip lönduðu árið 2024 nam 133 þúsund tonnum sem er prósent aukning frá fyrra ári.

Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Þar segir að af þessum fiski hafi um 90 prósent verið uppsjávarafli sem fór beint í bræðslu. Átta prósent af aflanum hafi verið fryst rækja í gáma til útflutnings og 1 prósent botnfiskar til vinnslu innanlands.

„Árið 2024 var aflaverðmæti erlendra landana við fyrstu sölu rúmlega 9,4 milljarðar króna, 61% vegna uppsjávarfiska, 29% fyrir frosna rækju og 9% fyrir botnfisktegundir,“ segir á vef Hagstofunnar.